Fáir staðir á landinu eru eins þokusælir eins og Djúpivogur. Fá byggðarlög eru eins snotur og Berufjörður / Djúpivogur. Þrátt fyrir þokuslæðing og hafgolu, hefur mestur hiti á landinu mælst á Teigarhorni rétt sunnan við Djúpavog, 30,5°C þann 22. júní 1939. Mestur hiti á landinu, en ekki staðfest met, er líka frá Teigarhorni, rúmi ári síðar en þá fór mælirinn í 36°C gráður. Einungis sex sinnum síðan mælingar hófust fyrir vel yfir 200 árum, hefur hiti farið yfir 30°C stig á Íslandi. Djúpivogur var alveg frá landnámi höfn og verslunarstaður. Hansakaupmenn voru þar stórtækir frá miðri fimmtándu öld og fram að því að Kristján 4. Danakonungur setur með lögum á einokunarverslun á Íslandi árið 1602. Djúpivogur er einn af tuttugu höfnum / bæjum þar sem verslunin fór fram, þangað til einokunarversluninni var loksins aflétt árið 1787. Hér koma nokkrar svipmyndir frá Berufirði og Djúpavogi, syðst á Austfjörðunum, og í aðeins 550 km fjarlægð frá Reykjavík.
Ísland 27/02/2024 : RX1RII, A7RIII : 2.0/35mm Z, FE 1.4/50mm Z, FE 2.8/90mm G, FE 2.8/100mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson