Horft vestur Hvammsfjörð

Dásemdar Dalir

Dalasýsla við Hvammsfjörð og botn Breiðafjarðar á Vesturlandi er fámennt byggðarlag, landbúnaðarhérað með innan við þúsund íbúa. Það er eins og tíminn hafi staðið í stað í þessu sögufræga héraði. Á Eiríksstöðum í Dalasýslu fæddist um 975 einn frægasti sonur Íslands, Leifur heppni Eiríksson sem fyrstur hvítra manna kom til Norður-Ameríku árið þúsund. Stærsta hluta Dalasýslu lagði landnámsmaðurinn Auður djúpúðga Ketilsdóttir undir sig árið 890, en hún fann sér góðan stað við Hvammsfjörð, sem hún nefndi Hvamm. Auður dó í hárri elli um 930, árið sem Alþingi er stofnað, en hún var fædd í Noregi um árið 850. Hún er eina drottningin sem hvílir á Íslandi, en maður hennar Ólafur hvíti var konungur yfir víkingaríki í Dyflinni (Dublin) á Írlandi. Hann lést í orrustu, og hélt þá Auður til Skotlands, en einkasonur þeirra, Þorsteinn rauð lagði undir sig hálft Skotland í félagi með Sigurði Orkneyjajarli, áður en hann féll í orrustu. Þá hélt Auður til Íslands með sín sjö barnabörn. Mörg mikilmenni á Söguöld voru afkomendur Auðar, sem lét jarða sig í flæðarmálinu heima í Hvammi, því hún var kristin, og engin vígð mold, eða prestur á Íslandi. Hér koma nokkrar myndir frá þessu sögufræga héraði, sem svo sannarlega er vert að heimsækja, og í aðeins tveggja tíma fjarlægð frá Reykjavík.

Réttað, Krosshólum við Hvamm
Hvammur í Dölum, óðal Auðar djúpúðgu
Horft út Breiðafjörð var Dagverðarnesi
Dalasýsla náttúra
Miðdalir í haustbirtu
Norðurljós, Skarðsströnd

Dalasýsla 07/03/2024 : RX1RII, A7R III : 2.0/35mm Z, FE 2.8/100mm GM, FE 2.8/90mm G
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0