Horft vestur Hvammsfjörð

Dásemdar Dalir

Dalasýsla við Hvammsfjörð og botn Breiðafjarðar á Vesturlandi er fámennt byggðarlag, landbúnaðarhérað með innan við þúsund íbúa. Það er eins og tíminn hafi staðið í stað í þessu sögufræga héraði. Á Eiríksstöðum í Dalasýslu fæddist um 975 einn frægasti sonur Íslands, Leifur heppni Eiríksson sem fyrstur hvítra manna kom til Norður-Ameríku árið þúsund. Stærsta hluta Dalasýslu lagði landnámsmaðurinn Auður djúpúðga Ketilsdóttir undir sig árið 890, en hún fann sér góðan stað við Hvammsfjörð, sem hún nefndi Hvamm. Auður dó í hárri elli um 930, árið sem Alþingi er stofnað, en hún var fædd í Noregi um árið 850. Hún er eina drottningin sem hvílir á Íslandi, en maður hennar Ólafur hvíti var konungur yfir víkingaríki í Dyflinni (Dublin) á Írlandi. Hann lést í orrustu, og hélt þá Auður til Skotlands, en einkasonur þeirra, Þorsteinn rauð lagði undir sig hálft Skotland í félagi með Sigurði Orkneyjajarli, áður en hann féll í orrustu. Þá hélt Auður til Íslands með sín sjö barnabörn. Mörg mikilmenni á Söguöld voru afkomendur Auðar, sem lét jarða sig í flæðarmálinu heima í Hvammi, því hún var kristin, og engin vígð mold, eða prestur á Íslandi. Hér koma nokkrar myndir frá þessu sögufræga héraði, sem svo sannarlega er vert að heimsækja, og í aðeins tveggja tíma fjarlægð frá Reykjavík.

Réttað, Krosshólum við Hvamm
Hvammur í Dölum, óðal Auðar djúpúðgu
Horft út Breiðafjörð var Dagverðarnesi
Dalasýsla náttúra
Miðdalir í haustbirtu
Norðurljós, Skarðsströnd

Dalasýsla 07/03/2024 : RX1RII, A7R III : 2.0/35mm Z, FE 2.8/100mm GM, FE 2.8/90mm G
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0