Sænska IKEA í Garðabæ

Inn & útflutningur

Það eru fá lönd sem eru eins háð inn og útflutningi og Ísland. Um helmingur af því sem við borðum er innflutt matvæli, eins og nær allt kornmeti, grænmeti (um 60% er innflutt) og ávextir, en á hverju ári eru flutt inn yfir 30 þúsund tonn af ávöxtum. Tæki og tól, jarðefnaeldsneyti er auðvitað allt flutt inn. Samkvæmt Hagstofu Íslands, var viðskiptajöfnuður Íslands á síðustu 12. mánuðum frá apríl 2023 til og með mars 2024 óhagstæður um 377 milljarða. Sem er 55 milljörðum verri útkoma en á 12 mánaða tímabili ári fyrr. Verðmæti vöruútflutnings á síðustu tólf mánuðum var 916 milljarðar og dróst saman um 111 milljarða eða 11%. Verðmæti innflutnings á síðustu 12 mánuðum var 1.293 milljarðar og minnkaði um 56 milljarða. Mest var flutt út af iðnaðarvörum (ál) fyrir 489 milljarða, síðan koma sjávarafurðir fyrir 346 milljarða, í þriðja sæti er eldisfiskur fyrir 46 milljarða. Af innflutningi er hrávara stærst með 367 milljarða, fjárfestingar eru í öðru sæti með 311 milljarða, flutningstæki í þriðja sæti inn innflutningur á þeim nam 183 milljörðum, næst er olíuvörur fyrir 166 milljarða. Innflutningur á mat og drykk nam 118 milljörðum ISK. 

Innflutt húsgögn bíða viðskiptavina í IKEA, framleidd að mestu í Austur Evrópu
Snjallsímar fluttir inn frá Kóreu
Þessi Japanski bíll frá Hirosíma bíður íslenskar kaupenda
Evrópskt te, ræktað á Indlandi, bragðbætt í Bretlandi
Þýskir knattspyrnuskór framleiddir í Asíu
Bananar frá Suður-Ameríku

Ísland 08/04/2024 : RX1R II – 2.0/35mm Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0