Horft austur Hafnarstrætis frá enda götunnar við Aðalstræti

Í miðjum miðbænum

Líklega hefur engin gata í Reykjavík, gengið í gegnum jafn miklar breytingar og Hafnarstræti í kvosinni síðustu 150 árin. Þegar gatan fær sitt núverandi nafn árið 1848, frá því að vera nefnd Reipslagarabraut og Strandgata, er gatan í fjörukambinum í Reykjavíkurhöfn. Í götunni voru þá verslanir og pakkhús, mikið líf. Í dag eru tvær götur, Tryggvagata og Geirsgata milli Hafnarstrætis og Reykjavíkurhafnar, og stór hluti suðurhliðar götunnar stendur nú tómur, eftir að Landsbanki Íslands flutti höfuðstöðvar sínar úr Austurstræti / Hafnarstræti, í nýtt húsnæði nokkur hundruð metra nær höfninni. Miklar endurbætur hafa átt sér stað undanfarin ár í austurenda götunnar, enda var sá hluti götunnar orðin niðurnýddur. Við Hafnarstræti stendur einn elsti veitingastaður landsins Hornið, stofnaður árið 1979, veitingastaðurinn sem sérhæfir sig í ítalskri matargerðarlyst, enn í eigu sömu fjölskyldunnar, 55 árum síðar. Icelandic Times / Land & Saga hélt niður í miðbæ, til að þefa upp stemminguna í Hafnarstræti. 

Landsbankabyggingin stendur tóm
Hornið á horni pósthússtrætis og Hafnarstrætis
Hafnarstræti árið 1902
Hafnarstræti árið 1905
Horft í austur að Hafnartorgi
Verslunin Edinborg í Hafnarstræti, skreytt vegna konungskomunnar árið 1907

Reykjavík 17/04/2024 : A7RIV, RX1R II –  2.0/35mm Z, FE 1.8/20mm G
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0