Eldborg á Mýrum, gaus síðast rétt áður en Snorri Sturluson fæddist, litlu gosi

Farðu Vestur

Það kemur nokkuð oft fyrir að erlendir ljósmyndarar spyrja mig, hvert þeir eiga að fara til að upplifa og sjá Ísland ef þeir hafa takmarkaðan tíma. Oftar en ekki hvet ég þá til að fara vestur, skoða Borgarfjörð og Snæfellsnes, og ef tími gefst til, Dalina og Vestfirði. Það eru ótal fallegir staðir á Vesturlandi. Hrífandi Hraunfossar, hraun, gígar og eldfjallið Snæfellsjökull. Auðvitað fallegu fjöllin Kirkjufell og Skessuhorn. Lifandi sjávarþorp, og kaupstaðir eins og Akranes og Borgarnes. Höfuðbýlið Reykholt, þar sem Snorri Sturluson (1179-1241) bjó og var þar síðan myrtur. Hans höfuðverk, Snorra-Edda og Heimskringla eru einar merkustu bækur sem skrifaðar voru þessum tímum. Skammt frá Reykholti er baðstaðurinn Krauma, og Húsafell, skjólgóð gróðursæl vin innst í Borgarfirði, ekki langt frá Langjökli. Góða ferð vestur. 

Reykholt í Borgarfirði, þar er safn og tvær kirkjur
Borgarnes, næst stærsti bærinn á vesturlandi
Fallegt fjörugrjót á Hellnum, Snæfellsnesi
Sumarfegurð á Mýrunum
Ferðamenn ganga á gíginn Saxhól í Snæfellsjökulsþjóðgarði
Hraunfossar falla í Hvítá

Vesturland 19/04/2024 : A7RIV, RX1R II –  2.0/35mm Z, FE 1.8/20mm G
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0