Maí er sólríkasti mánuður ársins í Reykjavík, og hafa mælst mest, á síðustu hundrað árum 335 sólskinsstundir í mánuðinum. Júní er næst sólríkastur. Desember er með fæstar sólskinsstundir, janúar er næst dimmasti mánuður ársins. Í fyrra (2023) var veðurfar mjög óvenjulegt í maí, en þá skein sólin einungis í 96 stundir í Reykjavík, og hafa sólskinstundir aldrei verið færri í mánuðinum síðan mælingar hófust. Maí er líka þurrasti mánuður ársins í Reykjavík, en meðalúrkoman er 43 mm, úrkomumesti mánuðurinn er október með 86 mm og mars með 82 mm að meðaltali. Meðalhitinn í Reykjavík er hæstur í júlí 13.7°C, meðan janúar er kaldasti mánuðurinn, með meðalhita upp á 1.9°C, og sá vindasamasti líka, meðan ágúst og síðan júlí eru þeir mánuðir þegar vindurinn hefur hægt um sig. Icelandic Times / Land & Saga kíkti út í sólskinið, enda loksins orðið bærilega hlýtt eftir afar kaldan vetur.
Reykjavík 22/04/2024 : RX1R II – 2.0/35mm Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson