Eftir örfáa daga gengur þjóðin til forsetakosninga. Það er svo mjótt á mununum á efstu þremur sætunum, að við gætum fengið forseta, sem 79% þjóðarinnar kaus ekki. Forseta sem er með rétt rúmlega tuttugu prósent fylgi. Hér fer nefnilega ekki fram seinni umferð forsetakosninga milli þeirra tveggja frambjóðenda sem hljóta mest fylgi. Sá forseti lýðveldisins sem var kosinn með fæstum atkvæðum í forsetakosningum var okkar ásæli Forseti, Frú Vigdís finnbogadóttir, en í kosningunum 1980, var hún kosin af þriðjungi kjósenda. Icelandic Times / Land og Saga myndaði kosningaskrifstofur þeirra sjö frambjóðenda sem eru með slíkar, af þeim tólf sem bjóða sig fram til Forseta. Athygli vakti að Ástþór Magnússon, sem hefur boðið sig fram allar götur síðan 1996, og hefur eytt mestu fé í þessari kosningabaráttu hingað til, er ekki með sérstaka kosningaskrifstofu, hans barátta fer öll fram á netinu. Samkvæmt vefnum kosningaspa.is, þar sem dregnar eru saman allar kosningaspár síðustu vikuna er Katrín Jakobsdóttir með 24.3% fylgi, Halla Hrund Logadóttir með 19.0%, Halla Tómasdóttir með 18.6%, Baldur Þórhallsson með 17.7% fylgi, Jón (forseti) Gnarr með 11.4% og Arnar Þór Jónsson með 6.4%. Hinir sex frambjóðendurnir eru samtals með 2.7% fylgi. Líklega eru kappræður forsetaframbjóðendanna í sjónvarpi á fimmtudag og föstudag, degi fyrir kosningarnar sem ráða úrslitum.
Reykjavík 28/05/2024 : RX1R II – 2.0/35mm Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson