Þær eru ólíkar, en frábærar sýningar Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í sumar. Flóð Jónsa (Jón Þór Birgisson) flæðir um salina með tónlist, ljósverkum og lykt, sem mynda einstaka órofa heild. Jónsi hlaut fyrir um aldarfjórðungi, alþjóðlega upphefð, sem forsprakki í hljómsveitinni Sigur Rós. Samhliða hljómsveitinni hefur hann undanfarna tvo áratugi unnið þvert á listmiðla, eins og sést í þessari fjórskiptu mögnuðu sýningu. Sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson. Á sýningunni Murr, er sjónum beint að áráttukendum vinnuaðferðum í myndlist. Nafn sýningarinnar vitnar í þekkt leikverk eftir Dieter Roth frá árinu 1974. það eru ellefu listamenn sem sýna, undir sýningarstjórn Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur. Hvet alla að leggja leið sína niður í Hafnarhús í Kvosinni í hjarta Reykjavíkur. Sýningarnar standa báðar fram í september.
Ísland 13/06/2024 : A7C R – FE 1.4/24mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson