Ráðstefnu og tónlistarhúsið Harpa, böðuð miðnætursól.

Á elleftu stundu

Þegar sólin ákvað að kyssa Reykjavík rétt fyrir miðnætti, gætti Icelandic Times / Land & Saga þess auðvitað að vera á staðnum niðri við Reykjavíkurhöfn til að fanga augnablikið. Fleiri voru á ferð, ferðamenn jafnt sem heimamenn nutu miðnætursólarinnar, meðan nokkrir renndu fyrir fisk í hafnarkjaftinum. Aflabrögð voru lítil, en það skipti engu máli – það var útiveran sem var í fyrsta sæti, sólsetrið í öðru sæti, og fiskurinn sem beit ekki á í því þriðja.

Innsiglingavitiarnar tveir í Reykjavíkurhöfn eru upphaflega byggðir 1917.
Sólsetur í veiðiferð, engin afli kominn á land, og klukkan að nálgast miðnætti.
Miðnætursólin lýsir upp nyrsta hluta miðbæjarins
Rennt fyrir þorski.
Horft yfir Reykjavíkurhöfn. Nýja Parísarhjólið til hægri, Harpa til vinstri.
Horft eftir Skúlagötu upp í Túnin.

Reykjavík 09/07/2024 : A7R IV, RX1R II, A7C R – 2.0/35mm Z, FE 2.8/100mm GM, FE 1.8/20mm G
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0