Þingvellir við Öxará er friðlýstur helgistaður Íslendinga, enda er staðurinn samofin sögu þjóðarinnar. Á Þingvöllum lýstum við yfir sjálfstæði þann 17. júní 1944, fyrir áttatíu árum. Á Þingvöllum var fyrsta þjóðþing veraldar, Alþingi, stofnað árið 930. Í lögum í dag segir að Þingvellir skuli ævinlega vera eign íslensku þjóðarinnar og undir verndarvæng Alþingis.
Á þessum árstíma koma yfir fimm þúsund ferðamenn á dag til Þingvalla, en um sjö af hverjum tíu ferðamönnum sem sækir Ísland heim, heimsækir Þingvelli. Látum myndirnirnar / haustlitina tala…. Það er von á fleiri myndum frá Þingvöllum, fljótlega.
Þingvellir 07/10/2024 : A7CR, A7R IV – FE 1.8/20mm G, FE 2.8/100mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson