Reykjavíkurtjörn

Svanasöngur í miðbænum

Ríkisstjórnin er fallin. Það verða Alþingiskosningar þann 30. nóvember, eftir sex vikur. Á þessum stutta tíma mun mikið ganga á. Flokkarnir munu einbeita sér fyrst að skipa framboðslista, síðan hella sér í kosningabaráttu sem verður bæði snögg og hörð.  Nýr formaður VG (Vinstri græn) sem er einn þriggja flokka í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi, hefur ekki áhuga að vera hluti af starfsstjórn undir forsæti af Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins og Forsætisráðherra. Það eru átta stjórnmálaflokkar sem eiga sæti á Alþingi. Samkvæmt skoðanakönnunum eru Samfylkingin og Miðflokkurinn á miklu skriði, meðan ríkisstjórnarflokkarnir þrír, VG, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mælast með mjög lítið fylgi. Svo gæti farið, að VG sem hefur leitt þessa ríkisstjórn í sex ár, þangað til Katrín Jakobsdóttir sagði af sér þingmennsku til að fara í forsetaframboð, og Bjarni tók við, gæti þurrkast út.

Bíl lagt við garð skrifstofu Forseta Íslands við Fjólugötu

En þrátt fyrir spennu í loftinu, pólitíska spennu, heldur lífið áfram sinn vanagang í höfuðborginni. Ferðamenn fylla miðbæin. Icelandic Times / Land & Saga hélt niður í bæ, til að horfa á hversdaginn í gegnum 135mm linsu, þar sem hann sá meðal annars álftir syngja svanasöng á Tjörninni.

Hallgrímskirkja í skugga kvöldsólarinnar. Horft upp Skólavörðustíg
Á Hverfisgötu
Fjölskylda á gatnamótum, Bankastrætis, Laugavegs og Skólavörðustígs
Fjárfest í lopapeysu, hér í myndatöku á Skólavörðustíg
Svanir á Reykjavíkurtjörn

Reykjavík 15/10/2024 :  A7R IV – FE 1.8/135mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0