Þúfa eftir Ólöfu Nordal við innsiglinguna í Reykjavíkurhöfn. Esja og Móskarðshnjúkar í bakgrunni

111 ára saga

Það var náttúrulegt skipalægi við Kvosina í Reykjavík, en þegar skip fóru að stækka í lok 19. aldar, var aðstaðan ekki góð. Tvö óveður, árið 1902, og 1910 gerðu það að verkum að hugsað var um að gera alvöru nútímalega höfn fyrir Reykjavík, í Nauthólsvík eða í Viðey, staði sem voru í landi Seltjarnarness. Kaupmenn í Kvosinni, í miðbæ höfuðborgarinnar Reykjavíkur þrístu mjög um betrumbætur og framkvæmdir hófust um gerð Reykjavíkurhafnar árið 1913, fyrir 111 árum. Tvær járnbrautir voru lagðar frá Öskuhlíð, þær einu á Íslandi, til að flytja grjót, efni í hafnargerðina. Framkvæmdum var lokið árið 1922, og höfnin, tók á sig þá mynd sem við þekkjum í dag. Það sem hefur breyst er að 1968 er Sundahöfn opnuð, sem tekur við stærri gáma- og skemmtiferðaskipum, og byggingar við Reykjavíkurhöfn hafa breyst í tímans rás. Við austurhöfnina þar sem í upphafi var kolakrani, síðan vöruskemmur er nú bæði menning, og mannlíf. Harpa ráðstefnu- og tónlistarhúsið, Landsbankinn, Utanríkisráðuneytið, Edition hótelið og verslanir og íbúðir eru við austurhöfnina. Meðan suður og vesturhöfnin er en tengd útgerð, fiskvinnslu og ferðaþjónustu. Icelandic Times / Land & Saga tók púlsinn á Reykjavíkurhöfn, þessum 111 ára unglingi. 

Hótel, íbúðir og Hallgrímskirkja í fjarska
Stór og smá skip í Reykjavíkurhöfn
Þúfa eftir Ólöfu Nordal við innsiglinguna í Reykjavíkurhöfn. Skúlagata og Hallgrímskirkja í bakgrunni
Hvalveiðiskip Hvals, í áralöngu fríi í Reykjavíkurhöfn
Harpa
Lundi, Varðskip, fiskiskip og slippurinn

Reykjavík 20/10/2024 :  A7CR, RX1R II – FE 1.8/135 GM, 2.0/35mm Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0