Langholtsvegur, sem er hryggjarsúlan í Vogahverfinu, gatan sem skipulagið snýst um, er eina gatan sem sem byrjar ekki á forskeyti með skipsheiti og endar á vogi í hverfinu. Vogahverfið er að mestu byggt á árunum 1947 – 1952, og var einskonar þorp í austurhluta höfuðborgarinnar. Hverfið var að mestu skipulagt af Einari Sveinssyni húsameistara Reykjavíkur. Auk innfluttra tréhúsa frá Svíþjóð, má finna í hverfinu hús eftir alla þá arkitekta sem voru starfandi á þessum árum.
Á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar, var Langholtsvegur lagður í atvinnubótavinnu, frá Kleppsspítala og áleiðis að Suðurlandsvegi, sem tekur við að Laugavegi, og var vegurinn út úr höfuðborginni. Þá lá Langholtsvegur í gegnum mýrar og hollt. Eftir seinni heimsstyrjöldina er síðan Vogahverfið byggt og Langholtsvegur að mestu byggður. Í dag er hann sýnishorn, af því hvernig bær verður borg, Langholtsvegur er breið gata sem er enn í dag, þungamiðja hverfisins sem hefur færst frá því að vera þorp, þegar það var byggt inn í miðja borg. Icelandic Times / Land & Saga rölti um þessa rúmlega tveggja kílómetra löngu götu frá Suðurlandsvegi að Sæbraut, frá norðri til suðurs með sínum beygjum og hólum. Vogahverfið syðst, sundin og Laugarneshverfið við suðurendann. Langholtsvegur er öðruvísi gata, full af bakhúsum, með sérverslanir fyrir laxveiðimenn, ljósmyndara og brúðarmeyjar. Við götuna er nú verið að byggja eitt nýtt hús, og Sunnutorg sjoppan sem opnaði 1958 í hjarta götunnar er komin í rúst. Langholtsvegur er Reykjavík í dag.
Reykjavík 19/11/2024 : RX1R II, A7R IV – 2.0/35mm Z, FE 2.8/100mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson