Frá sýningunni, Heimur í orðum, í Eddu - Húsi íslenskunnar

Heimur í orðum

Í nýrri byggingu, Eddu – Húsi íslenskunnar, var að opna sýningin, Heimur í orðum. Þar gefst fólki kostur að sjá yfir tuttugu íslensk handrit sem geyma menningararf okkar, og heimsbyggðarinnar. Þar eru fornar sögur og fræg kvæði en einnig ýmsir aðrir textar sem spegla hugmyndir fyrri kynslóða um líf sitt og samfélag. Á sýningunni er kappkostað að opna þennan fjölbreytta heim handritanna fyrir gestum. Meðal handrita á sýningunni eru frægustu íslensku miðaldahandritin, Konungsbók eddukvæða og Flateyjarbók. Þarna gefst kostur að sjá inn í fornan heim, á heimsmynd miðaldamanna. Áhersla er lögð á einstakt innihald handritanna, bæði í texta og myndum, íslenska tungu, og hvaða spor íslenskar fornbókmenntir hafa markað í útlöndum. Frábær sýning, um þennan mikla menningararf sem handritin eru; en handritasafn Árna Magnússonar er á heimsminjaskrá UNESCO.
Frá sýningunni, Heimur í orðum, í Eddu – Húsi íslenskunnar
Frá sýningunni, Heimur í orðum, í Eddu – Húsi íslenskunnar
Frá sýningunni, Heimur í orðum, í Eddu – Húsi íslenskunnar
Frá sýningunni, Heimur í orðum, í Eddu – Húsi íslenskunnar
Frá sýningunni, Heimur í orðum, í Eddu – Húsi íslenskunnar
Edda – Hús íslenskunnar
Reykjavík 27/11/2024 :  A7R IV – FE 1.4/24mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson