Horft yfir Hvítá, Brekkufjall og Hafnarfjall að baki

Skessuhorn og Skarðsheiði

Skarðsheiði er víðáttumikið fjalllendi milli Hvalfjarðar og Borgarfjarðar á vesturlandi. Skarðsheiðin er kulnuð eldstöð sem gaus fyrir fjórum, fimm milljónum ára, og er að stórum hluta yfir 1000 metra há, og hefur mótast sterkt af jökulrofi síðustu ísaldar. Skarðsheiðin setur sterkan svip bæði í Borgarfirði og ekki síður frá höfuðborgarsvæðinu, þar sem hún sést að hluta í fjarlægð milli Akrafjalls og Esjunnar.  Ágæt gönguleið, tæplega 20 kílómetra löng er eftir endilöngum fjallgarðinum frá Heiðarhorni í vestri að Hádegishyrnu í vestri. Fallegt útsýni er af Skarðsheiði, yfir Borgarfjörð og alla leið upp á Snæfellsnes í vestri. Sem ferðamaður ætti maður að varast að vera nálægt Skessuhorni, því í þessu svipsterka fjalli, norðan og austarlega í Skarðsheiðinni, býr óvætti, skessa, sem situr fyrir ferðamönnum og gerir þeim skráveifu.
Flyðrur í Hafnarfjalli
Skessuhorn speglast í lítilli tjörn
Horft niður Norðurárdal, Hafnarfjall til hægri
Hafnardalur í Hafnarfjalli
Álft í tjörn undir Skessuhorni
Sumarbústaður undir Brekkufjalli
Borgarfjörður 28/11/2024 :  A7R IV, A7R III – FE 1.4/24mm GM, FE 1.8/135mm GM, FE 1.4/50mm Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson