Hann er tignarlegur, fallegur Ljótipollur, sprengigígur við Frostastaðavatn rétt vestan við landmannalaugar í Friðlandi að Fjallabaki. Myndaðist hann í stóru gosi, á Veiðivatnasvæðinu, árið 1477. Þá myndaðist 60 km löng gossprunga, af kviku sem hafði þrengt sér frá Bárðarbungu í Vatnajökli, 80 km leið. Eldstöðvakerfi Bárðarbungu, næst hæsta fjalls Íslands, er mesta og stærsta eldstöðvakerfi landsins. Það liggur yfir miðju heita reitsins á Íslandi, má segja að þarna undir liggi mið-Atlanshafshryggurinn í gegnum heita reitinn. Úr Bárðarbungueldstöðinni hafa runnið mörg af mestu hraungosum nútímans. Fáir staðir á Íslandi er betra og sjá þessar hamfarir, þessa fegurð en einmitt við undurfagran Ljótapoll.






Friðland að Fjallabaki 02/12/2024 : A7R III, RX1R II – FE 1.8/20mm G, FE 1.4/85mm GM, FE 2.8/90mm G, FE 1.2/50mm GM – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson