Mislit vötn við sporð Hofsjökuls

Miðja Íslands

Í átta hundruð og áttatíu metra hæð, í landi Skagfirðinga, á norðausturhorni Hofsjökuls er landfræðileg miðja Íslands. Hnitinn eru 64°59´11 N og 18°35´12 V.  Hofsjökull er þíðjökull, þriðji stærsti á landinu milli þeirra tveggja stærstu, Langjökuls til vesturs og Vatnajökuls, sem er auðvitað sá stærsti til austurs. Hæstur er Hofsjökull 1.765 m hár, og flatarmálið er 830 ferkílómetrar, tæpt prósent af stærð lýðveldisins. Hofsjökull er kenndur við höfuðstaðinn Hof í Vesturdal í Skagafirði, þangað eru rúmir þrjátíu kílómetrar að jökulsporðinum. Frá Hofsjökli rennar margar stórar jökulsár, stærstar, Blanda sem rennur norður í Húnaflóa, og Þjórsá, lengsta fljót landsins, og með flestar vatnsaflsvirkjanir, en hún rennur í suður á landamærum Árnes- og Rangárvallasýslna og í sjó fram, milli Hellu og Selfoss.

Dagrenning við Hofsjökul
Jökulsporður
Á Kjalvegi milli Hofsjökuls og Langjökuls
Klettur skagar fram í Hofsjökul
Jökulrákir á Hofsjökli
Jökullækir verða að Þjórsá

Ísland 16/01/2025 : A7RIII, RX1RII – FE 12/50mm GM, FE 1.4/85 GM, FE 2.8/100mm GM, 2.0/35mm Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson 

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0