Tvær vikur +

Ísland er óvenjulegur staður að heimsækja, hvort sem maður er heimamaður eða komi langt frá. Því veðrið spilar stærri rullu hvernig maður upplifir landið, og náttúruna, sem flestir sækjast eftir að sjá og njóta. Nú þegar líður að sumri, er besti tíminn til að skipuleggja, bóka gistingu, hvert skal haldið í sumar. Veðurspáin er ekki komin fyrir sumarið, en hér eru sjö staðir, sem vert er að heimsækja í sumar. Melrakkaslétta, nyrsti hlutir landsins, einstök náttúruperla, með Rauðanúp, og Rauðanes og Raufarhöfn.  Barðaströndin, vogskorin og fámenn, með eitt stærsta fuglabjarg á norðurhveli jarðar, Látrabjarg, sem jafnframt er vestasti oddi heimsálfunnar. Álftafjörður og Hamarsfjörður, syðstu firðir Austfjarða, einstakir. Þingvellir, í klukkustunda fjarlægð frá Reykjavík, einstakur staður, bæði í nútíð og fortíð. Bakkafjörður / Vopnafjörður, nyrstu firðir Austfjarða, fágæt fegurð með fáum ferðamönnum. Þar er annaðhvort gott eða vont veður, ekkert þar á milli. Uppsveitir Rangárvallasýslu, þar sem Hekla trónir yfir, drottning íslenskra eldfjalla. Síðan Víði- og Vatnsdalur í Vestur-Húnavatnsýslu, einstök náttúrufegurð sem allt of margir missa af, keyrandi Hringveg 1, en Danirnir liggja hlið við hlið, við hliðina á hringveginum. Hér koma sjö myndir, af sjö stöðum, sumir staðirnir á listanum, aðrir sem ættu auðvitað líka að vera á þessum lista. 

Norðurljós á Þingvöllum
Lok vetrar við Sæbraut í Reykjavík
Bakkar Ölfusár, vatnsmestu á landsins
Skaftafellsjökull, í Vatnajökli
Fólk að taka sjálfu við Jökulsá á Fjöllum í vorsól í Öxarfirði
Barðaströnd snemmvors
Lundey á Skjálfanda séð frá Tjörnesi, í lok mars

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Ísland 30/03/2025 – A7R IV, A7R II  : FE 1.2/50mm GM, FE 1.4/85mm GM, FE 1.8/135mm GM, FE 2.8/100mm GM