Vor í lofti…

Í gamla norræna tímatalinu voru bara tvær árstíðir sumar og vetur. Ekkert vor eða haust. Sumardagurinn fyrsti sem hefur verið lögbundinn frídagur á Íslandi síðan 1971, ber alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu 19. til 25. apríl, og er fyrsti dagur Hörpu. Það voru og eru gefnar sumargjafir á sumardaginn fyrsta. Til eru heimildir um sumargjafir fyrir meira en fimm hundruð árum. Jólagjafir er aftur á móti nýr siður, það tíðkaðist ekki að gefa gjafir á jólunum á Íslandi fyrr en á síðari hluta 19. aldar. 

Það er gömul íslensk þjóðtrú að ef sumar og vetur frjósi saman boði það gott sumar. Það er átt við að hitastig aðfararnætur sumardagsins fyrsta fari niður fyrir frostmark. Það lofar ekki góðu með sumarið í ár, því aldrei hefur apríl verið hlýrri frá því mælingar hófust en í ár. 

Hér koma nýjar myndir, teknar í Laugardalnum og í Vatnsmýrinni í Reykjavík, þar sem vor er í lofti, sumarið á næsta leiti. Gott sumar, lofum við hjá Icelandic Times / Landi & Sögu. 

Vor í lofti

Vor í lofti
Vor í lofti
Vor í lofti

Vor í lofti
Vor í lofti
Vor í lofti
Vor í lofti
Vor í lofti

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavík 22/04/2025 – A7C R :  FE 2.8/50mm m
Vor í lofti