Kristján Ingi Einarsson

Ljósmyndarinn Kristján Ingi Einarsson hefur nú sent frá sér nýja ljósmyndabók, HORSES & NATURE, Photos of Icelandic horses and landscape. Bókin sýnir íslenska hestinn við fjölbreytilegustu aðstæður í ólíku landslagi og veðurfari. Bókin lýsir vel þessum dásamlega ferðafélaga mannsins hér á Íslandi og hvernig hann aðlagast aðstæðum sínum hverju sinni. Bókin sýnir einnig frá fallegu og gróðurmiklu landi sem þótt það umbreytist í vetrarhamnum er það alltaf fallegt. Hér er um að ræða handhægan, fallegan og flettivænan grip og eru myndirnar aðallega í lit en einnig gefa svart/hvítar myndir bókinni skemmtilegan blæ.

kristjan ingi einarssin icelandic timesKristján Ingi hefur áður gefið út bækurnar THE ESSENCE OF ICELAND, ICELAND SO QUITE, I WAS HERE og NICELAND sem allar hafa verið vinsælar meðal ferðamanna og til gjafa til erlendra vina og viðskiptamanna. Hinar tvær síðastnefndu hafa verið meðal mest seldu landkynningarbóka frá því þær komu út.
icelandictimes icelandKristján Ingi er fæddur 1952. Hann hefur starfað við ljómyndun í hartnær fjörtíu ár, bæði sem blaðljósmyndari og einnig fyrir hin ýmsu fyrirtæki og stofnanir. Kristján hefur haldið fjölda ljósmyndasýninga og hefur gefið út auk landslagsbókanna, þekktar barnabækur eins og HÚSDÝRIN OKKAR, KRAKKAR, KRAKKAR, KÁTT Í KOTI auk fjölda kennslubóka fyrir Námsgagnastofnun. icelandictimes iceland icelandic times
Undanfarin ár hefur Kristján Ingi að mestu einbeitt sér að því að fanga Íslenskra náttúru.
iceland icelandictimesKristjan IngiBókin HORSES & NATURE, Photos of Icelandic horses and landscape er í tiltölulega litlu og handhægu broti, með enskum texta og er um 140 bls. Stilla gefur út.

[email protected]
www.kristjaningi.is

 

Stilla Útgáfu- og ljósmyndaþjónusta
Laugaveg 178. 3.h.
www.kristjaningi.is
GSM 8922526