– Gott að kaupa ferjumiða daginn áður til að forðast langar raðir!
Sunnudagur 21. júní kl. 12:15-16.00
Börnin skipa heiðurssess í Viðey sunnudaginn 21. júní þegar við höldum Barnadaginn hátíðlegan í eyjunni. Þá bjóðum við yngstu meðlimi fjölskyldunnar sérstaklega velkomna, gerum það sem börnum þykir skemmtilegast og leikum okkur allan liðlangan daginn! Fullorðnir í fylgd með börnum eru auðvitað hjartanlega velkomnir líka.
Fyrsta ferð í áætlun til Viðeyjar frá Skarfabakka er kl. 10:15 og siglt er á klukkustundarfresti, korter yfir heila tímann allan daginn, en dagskráin byrjar í hádeginu.
Ferjutollur er kr. 1100.- fyrir fullorðna, kr. 550.- fyrir 7–15 ára og ókeypis fyrir 6 ára og yngri. Eldri borgarar greiða 900 krónur í ferjuna. Handhafar Gestakortsins sigla frítt og handhafar Menningarkortsins fá 10% afslátt af bæði ferjusiglingu og veitingum.
Við hvetjum allar fjölskyldur til þess að sigla til Viðeyjar og gera sér glaðan dag.
Dagskrá Barnadags
12:15-16:00 Grillaðar pylsur og ís við Viðeyjarstofu.
12:15-14:45 Forvitnir og skemmtilegir trúðar skoða sig um í eyjunni og heilsa upp á krakkana.
12:30 -14:30 Skátarnir Landnemar fara í leiki með krökkunum.
12:30-14:30 Andlitsmálning.
13:30-14:00 Náttúrujógaleikhús: „Ævintýri um Skringill skógálf sem lendir í vandræðum en Birta blómálfur kemur til bjargar. Allir geta tekið þátt en einnig er hægt að horfa bara á og hafa gaman af!“
12:30-15:00 Fjörufjör og flöskuskeyti. Hvetjum alla til að koma með háfa, net, skóflur, fötur og hvaðeina sem gaman er að nota í fjörunni. Það leynast ýmsar gersemar í fjörunni.
14:30-15:00 Fjörug barnamessa á túninu fyrir framan Viðeyjarkirkju með sögum, leikjum og söng.
15:00-15.30 Ástarsaga úr fjöllunum með Möguleikhúsinu.
Tengiliður: Ágústa Rós Árnadóttir 820-1977
Borgarsögusafn Reykjavíkur
Grandagarði 8
101 Reykjavík
S: 411 6300
[email protected]
www.borgarsogusafn.is