Kvöldganga um Áfanga í Viðey

Kvöldganga um Áfanga í Viðey
Fimmtudag 30. júlí kl. 19.15 – siglt frá Skarfabakka

Markús Þór Andrésson, sýningarstjóri og deildarstjóri sýninga og miðlunar hjá Listasafni Reykjavíkur, leiðir göngu í Viðey í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá uppsetningu verksins Áfangar eftir bandaríska listamanninn Richard Serra.

Athugið að siglt verður frá Skarfabakka kl 19.15.

Leiðsögnin er ókeypis en greiða þarf í ferjuna. Gjald í ferjuna fram og til baka er 1650 kr. fyrir fullorðna, 1500 kr. fyrir eldri borgara og nemendur og 825 kr. fyrir börn 7-17 ára í fylgd fullorðinna. Börn 6 ára og yngri sigla frítt.


Leiðsögnin fer fram á íslensku.
Takmarkaður fjöldi. Til að tryggja sér pláss er skráning í ferju hér.