Pólarhátíðin var haldin í fyrsta sinn sumarið 2013 á Stöðvarfirði í samstarfi við þorpshátíðina Maður er manns gaman. Markmiðið var að kynna Stöðvarfjörð fyrir fólki og fólk fyrir Stöðvarfirði. Stöðvarfjörður er einn af hinum ómótstæðilegu Austfjörðum, sunnan við Fáskrúðsfjörð og norðan við Breiðdalsvík. Þar kúrir þorpið norðanmegin í firðinum og heldur utan um sína.
Hvað er Pólar?
Megináherslur hátíðarinnar eru sköpunarkraftur og matarmenning. Lögð er mikil áhersla á sjálfbærni og nærumhverfi. Í samstarfi við fjölbreyttan hóp af hæfileikaríku fólki verður boðið upp á litríka dagskrá, vinnustofur og sannkallaða hátíðarstemningu dagana 7.-12. júlí næstkomandi.
Fyrir hvern?
Það verður eitthvað fyrir alla frá 0-130 ára! Allir eru velkomnir á Pólar!
Hvað verður í boði?
Námskeið, matargerð, morgun jóga, hljómsveitir, bryggjuball, sýningar, og ljúf skemmtun!
Við bjóðum fólki að fylgjast með okkur á facebook til að sjá hverjir bætast við í hópinn af hljómsveitum, námskeiðum og listamönnum. Dagskráin verður bráðum birt, en við getum nefnt nokkur nöfn sem koma til með að halda eitthvað á Pólar : Teitur Magnússon, Markús and the Diversion Sessions, Freyja Eilíf, Berglind Hassler, Svavar Pétur, Iona Sjöfn, Una Lóa…
Af hverju á Stöðvarfirði?
Á Pólar reynum við að endurspegla þá möguleika sem náttúra, umhverfi og menning Stöðvarfjarðar felur í sér, til dæmis með því að veiða fisk í hafinu og bragðbæta með jurtum úr brekkunni.
Maður er manns gaman er þorpshátíð þar sem að Stöðfirðingar koma saman, eru með rabbabbara keppni, sjósund í sparifötunum og aðrar skemmtarnir. Þar ríkir sjálfbærni í skemmtun sem er mikill innblástur fyrir Pólar, enda verður Pólar haldin í samspili við þorpshátíðina.
Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði er gamalt frystihús sem verið er að breyta í sköpunarmiðstöð með ýmislegt skemmtilegt í gangi.
Sköpunarmiðstöðin: www.inhere.is
Hver sér um Pólar?
Hugmyndafræðin bakvið Pólar byrjaði með fjórum einstaklingum, Katrín Helena Jónsdóttir, Marteinn Sindri Jónsson, Viktor Pétur Hannesson og Gígja Björnsson. En nú hafa enn fleiri bæst við hópinn til þess að styrkja og þróa Pólar.
Komast þangað :
Hægt er að flúga til Egilstaða og taka svo rútu þaðan.
Keyra til Stöðvarfjarðar (sirka 8-9 tíma keyrsla)
Við hvetjum alla sem ætla að keyra til Stöðvarfjarðar að bjóða fram laus sæti á “Car Poolar” facebook síðunni. Það er nefnilega svo yndislegt að kynnast fólki áður en maður mætir, og þá nýtist bensínið betur!
https://www.facebook.com/carpoolar2015
Komið ykkur Austur! Pólar hátíðin byrjar daginn fyrir Eistnaflug og daginn eftir að Eistnaflugi er lokið! Svo er LUnga að byrja rétt eftir Pólar, það er ýmislegt spennandi að gerast á Austurlandi og um að gera að kíkja á allt!
Pólar byggir á hugmyndinni um hæfileikasamfélagið. Peningar leika eins lítið hlutverk og mögulegt er, ekki síst fyrir tilstilli Uppbyggingarsjóðs Austurlands sem styrkir hátíðina. Þess í stað hvetjum við fólk til að leggja sitt af mörkum með hæfileikum sínum og þátttöku. Þar að auki verður hægt að styrkja hátíðina með frjálsum framlögum
Þorpshátíðin Maður er manns gaman fer fram á sama tíma með pompi og prakt. Íbúar Stöðvarfjarðar opna hús sín gestum og gangandi, bjóða upp á rabbarbara, rabba um daginn og veginn og bjóða öllum með að hlaupa spariklæddum í sjóinn.
Umhverfing
Stór hluti hátíðarinnar er fólgin í nýtingu á matvælum og hráefni úr héraði. Við sláum upp veislu.
Námskeið:
Námskeiðin eru ókeypis á öllum velkomið að taka þátt!
Það þarf bara að skrá sig með því að senda tölvupóst:
[email protected]
Umhverfíng
Skapandi úrvinnsla á matvælum sem ýmist færu til spillis eða koma úr nærumhverfi Stöðvarfjarðar.
Farið verður í söfnunarferðir á fjöll og sjó, nýjar leiðir í matargerð skoðarðar í sjálfbæru samhengi með tilraunagleði að leiðarljósi.
Aðalafurð smiðjunnar er veisla á lokadegi hátíðarinnar.
Accoustic Conciousness and whales
Námskeiði er sameiginleg rannsók þar sem reynt verður að átt sog á því hvort skynjun hvala á tíma og rými tengist heyrn þeirra á einhvern hátt. Markmiðip er að átta sig í ákveðnum skilningi á ólíkri meðvitund hvala og manna og skapa listaverk byggð á þeirri skoðun.
Kennari er hljóðtæknifræðingurinn Kristian Ross, námskeiðið fer fram á ensku.
Hjartað
Námskeið sem nýst um að skapa hjarta Pólar 2015. Stefnan er sett á að byggja aðstöðu þar sem þáttakendur hátíðarinnar geta komið saman og slakað á, eldað sér mat, fengið kaffi og með því og hlustað á ljúfa tóna eða tekið þátt í góðu spjalli.
Námskeiðið felur í sér byggingu hjartans, eldunaraðstöðu, sæti, borð og annað því um líkt, auk skúlptúra og hvers kyns fyrirbæra sem geta prýtt hjartað og er því nokkurs konar skapandi smíðavöllur.
Website : https://polarstodvarfjordur.wix.com/polar15
Facebook: https://www.facebook.com/PolarStodvarfjordur?fref=ts
Facebook event: https://www.facebook.com/events/1415510265442099/
Ljósmyndir : Gígja Björnsson
contact : [email protected]
Almannatengill : Gígja s .6943364