Einar í Betel. Einar J. Gíslason

Í fréttatilkynningu frá útgefanda segir um bókina:
„Hún hefur að geyma endurminningar Einars frá bernskudögum í Vestmannaeyjum. Harðri lífsbaráttu íslenskrar alþýðu á kreppuárunum, sem Einar tók þátt í allt frá unglingsárum. Einar segir frá mannlífi í Eyjum, minnisverðum persónum og atvinnuháttum. Hann skrifar um sérstæðan fjárbúskap Vestmanneyinga,bátainnflutning, eigin útgerð, störf fyrir Skipaskoðun ríkisins og Hafnarsjóð Vestmannaeyja.
Einar rekur merkilega trúarreynslu sína og annarra, sem hann hefur fyrirhitt á lífsleiðinni. Hann greinir frá því hvernig hann varð þekktur leikmannaprédikari og gefur innsýn í erfitt hlutverk sálusorgarans.
Einar segir frá persónulegri sorg og sigrum. Lífleg frásögn Einars er krydduð með skemmtilegum sögum af mönnum og broslegum atvikum.”
Bókin er 180 bls. auk 32 myndasíðna. Hún var prentuð hjá Prentstofu Guðmundar Benediktssonar og bundin hjá Arnarbergi. Guðjón Hafliðason hannaði kápu og Guðmundur Ingólfsson tók kápumynd.Útgáfuár:1985

„Einar í Betel”
Páll Pálsson prestur að Berþórshvoli skrifar um bókina. Sjá hér

STÆRSTA YFIRSJÓNIN ER AÐ GERA EKKI NEITT
Einar í viðtali í Morgunblaðinu sjá hér

Guðs orð með móðurmjólkinni.

EINAR J. Gíslason starfaði í Hvítasunnusöfnuðinum í 42 ár,fyrst sem forstöðumaður Betelsafnaðarins í Vestmannaeyjum og síðar forstöðumaður Fíladelfíusafnaðarins í Reykjavík. Hann lét af störfum 1990 vegna aldurs og heilsubrests.
Sjá meira hér

PRÉDIKARI AF GUÐS NÁÐ
BLESSUÐ STUND í bænarhita er mesta afl sem til er, það þekkir Einar J. Gíslason forstöðumaður Fíladelfíu í Reykjavík, sem um þessar mundir er að láta af starfi sem forstöðumaður þótt hann hyggist áfram helga sig hjálparstarfi og boðun orðsins. Lengst af hefur Einar verið kenndur við Betel, hús hvítasunnumanna í Vestmannaeyjum, þar sem hann var forstöðumaður um langt árabil eða í 22 ár. Sjá meira hér

EinarIBetel
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0