Ylja halda tónleika á KEX

 Hostel 14. maí

Tónleikarnir eru hluti af stuttri tónleikaferð um landið

Þjóðlagaskotna poppsveitin Ylja heldur tónleika í Gym & Tonic salnum á Kex Hostel næstkomandi laugardag, 14. maí.   Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21:30.

Ylja hefur sent frá sér tvær breiðskífur sem báðar hafa verið lofaðar í hvívetna.  Hljómsveitin var stofnuð af söngkonunum og gáítarleikurunum Bjarteyju Sveinsdóttur og Gígju Skjaldardóttur árið 2008.   Þær hafa alla tíð haft mikinn áhuga á samhljómi radda og kassagítarspili og í tíð Ylju hafa þær ávallt reynt að víkka tónsvið sitt og breyta.

Hljómsveitin hefur gengið í gegnum smávægilegar mannabreytingar á sinni lífstíð og hefur tónsviðið sömuleiðis þróast.

Í dag skipa Ylju ásamt þeim Bjarteyju og Gígju þau Örn Eldjárn gítarleikari, Ingibjörg Erla Turchi sem spilar á bassa og mun trymbillinn knái Þorvaldur Þorvaldsson setjast á trommustólinn þetta kvöld.

Nánari upplýsingar má finna hér:

https://www.yljamusic.com/

Aðgangseyrir er enginn.