Hótel Djúpavík

djupavik01
Svolítill ævintýrastaður

Það er eins og það sé svolítill ævintýrablær yfir Djúpavík á Ströndum. Þarna iðaði allt af lífi og fjöri á síðustu öld í kjölfar byggingu glæsilegrar síldarverksmiðju á þriðja áratug síðustu aldar. Slíkur var mannfjöldinn að sumir sem unnu síldina gátu ekki gist í húsunum á staðnum heldur var gist í fyrrum farþega- og flutningaskipinu Suðurlandinu sem var bundið við festar. Fjöldi síldarstúlkna bjó í Kvennabragganum svokallaða.

Eftir að síldin fór og verksmiðjunni var lokað á sjötta áratugnum breyttist staðurinn mikið. Það var svo árið 1984 sem hjón að sunnan, Eva Sigurbjörnsdóttir og Ásbjörn Þorgilsson, festu kaup á Kvennabragganum, gerðu húsið upp og breyttu því í hótel. Þau höfðu áður fest kaup á verksmiðjunni.
hotel djupavik iceland icelandic timesÁ Hótel Djúpavík er boðið upp á gistingu í tveggja manna herbergjum auk þess sem svenfpokapláss er í tveimur minni húsum á staðnum. Lögð er áhersla á að hafa hótelið hlýlegt og svolítið haldið í gamla stílinn. Þar er boðið upp á morgunverðarhlaðborð og yfir daginn er hægt að velja um gómsætar veitingar: Kaffi og kökur, grillaðar samlokur, smurt brauð og súpu með heimabökuðu brauði. Gestir geta síðan gætt sér á gómsætum kvöldmat í hlýlegum salnum á hótelinu.
icelandictimes djupavik hotel djupavikSögusýning Djúpavíkur er í vélasal síldarverksmiðjunnar auk þess sem þar stendur yfir samsýning sjö ljósmyndara. Hjónin sem eiga hótelið eru að gera verksmiðjuna upp sem er vinsæll viðkomustaður þeirra sem eiga leið til Djúpavíkur – hvort sem þeir gista á hótelinu eða ekki. Gestir geta skoðað hluta hennar á eigin vegum en annars er leiðsögn tvisar á dag, klukkan 10 og 14, og er þá gestum sögð saga verksmiðjunnar.

Suðurlandið, sem fólk bjó áður í, liggur ryðgað við land og gefur staðnum enn meiri ævintýrablæ en ella. Götin í skipsskrokknum minna svolítið á listaverk frá náttúrunnar hendi. Það má líkja því við að vera í ævintýri að ganga um staðinn – svo ekki sé minnst á verksmiðjuna.
hotel djupavik pNáttúran skartar sínu fegursta á svæðinu og getur göngufólk valið um fjöldann allan af gönguleiðum. Sú þekktasta er Djúpavíkurhringurinn svokallaði en gengið er frá Djúpavík upp á hamarinn fyrir ofan þorpið og er leiðin stikuð. Um eins og hálfs til tveggja tíma göngu er að ræða. Djúpavíkurfoss er í leiðinni og er útsýnið þaðan stórkostlegt í góðu veðri. Fjallstindar í fjarska blasa þá við.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0