Heima? Þverþjóðlegt líf í nútíð og fortíð

Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands
Þriðjudaginn 14. febrúar kl.12 flytur erindi í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins, Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn er annar í röð hádegisfyrirlestra Þjóðminjasafnsins sem skipulagðir eru í tengslum við sýninguna Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi.

Í fyrirlestrinum er fjallað um hugtakið þverþjóðleiki, sem er eitt af meginhugtökum sem lögð eru til grundvallar í sýningunni Ísland í heiminum, heimurinn á Íslandi. Fjallað er annars vegar um breytilegar birtingarmyndir þverþjóðlegra tengsla í nútíð og fortíð og hins vegar um mikilvægi þverþjóðlegs sjónarhorns í rannsóknum á fólksflutningum og lífi innflytjenda.

Unnur Dís Skaptadóttir er annar tveggja sýningarhöfunda Íslands í heiminum, heimurinn í Íslandi. Unnur Dís hefur stundað rannsóknir meðal ólíkra hópa innflytjenda á Íslandi með áherslu á spurningar sem tengjast samþættingarferli, þverþjóðleika, samsemd og landamærum.
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Suðurgata 41, 101 Reykjavík

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0