Þorpið í Flatey við Grýluvög, rétt undir miðnætti í júlí.

Aftur um 100 ár

Flatey í Breiðafirði var um margar aldir, stórbýli og einn helsti verslunarstaður á Íslandi. Fyrst komu Englendingar að versla á síðari hluta 15 aldar, en þýskir Hansakaupmenn boluðu þeim burt á þeirri sextándu og ríktu í heila öld, þangað til Danir komu upp einokunarverslun árið 1602. Létu þeir reyndar Hollendinga sjá um viðskiptin í Breiðafirði næstu 150 árin, og högnuðust Niðurlendingar vel á þeim viðskiptum og verslun í Flatey. Eyjan er ekki stór, 2 km löng og 500 m breið, en undir Flatey heyra 40 smáeyjar og hólmar. Í dag er einstakt að koma í Flatey, en það er eins og tíminn hafi stoppað í eyjunni fyrir hundrað árum. Húsin í þorpinu hafa öll verið gerð upp í þeim litríka stíl sem var þá, fyrir um 100 árum. Daglegar siglingar eru í Flatey, frá Stykkishólmi á Snæfellsnesi og Brjánslæk á Barðaströnd. Íbúar eyjunnar eru nú fimm yfir vetrarmánuðina, en á sumrin iðar Flatey af lífi, búið í hverju húsi. 

Róið úr Grýluvogi, Eyjan Klofningur fyrir utan, og Oddbjarnasker í fjarska.

Flatey 29 & 30/07/2020 23:07 & 13:59 – A7R IV : FE 1.4/50mm ZA, FE 1.8/135mm GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0