Akureyri er einstaklega fallegur og vel staðsettur bær á miðju norðurlandi í botni Eyjafjarðar. Fimmti stærsti bær landsins. Á Eyjafjarðarsvæðinu öllu búa hátt í 30 þúsund manns. Akureyri er ekki bara háskólabær, heldur mikill ferða- menningar- og útivistarbær. Það tekur örfáar mínútur að fara upp í Hlíðarfjall eitt besta skíðasvæði landsins, úr miðbænum. Eða inn í Kjarnaskóg, útivistarparadís ofan við flugvöllinn, og á veturnar er þar eitt besta gönguskíðasvæði landsins. Á Akureyri er fjöldi góðra safna og menningarhúsa eins og Hof í hjarta bæjarins. Frá Akureyri er stutt í Goðafoss, Dettifoss, Mývatn eða norður á Siglufjörð og Húsavík. Örlítið lengra, dagsferð norður á Rauðanúp eða Grjótnes á Melrakkasléttunni eða austur í Ásbyrgi í Öxarfirði. Icelandic Times / Land & Saga tók hús á Akureyri og nágrenni. Myndaði vetrar stemminguna sem er svo mögnuð, og fann líka jólin í miðjum febrúar.
Akureyri 16/02/2024 – A7R IV, A7C : FE 1.2/50mm GM, FE 1.4/24mm, FE 1.8/135mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson