Svo glöð í Hlíðarfjalli

Akureyri ( myndasería II )

Akureyri er einstaklega fallegur og vel staðsettur bær á miðju norðurlandi í botni Eyjafjarðar. Fimmti stærsti bær landsins. Á Eyjafjarðarsvæðinu öllu búa hátt í 30 þúsund manns. Akureyri er ekki bara háskólabær, heldur mikill ferða- menningar- og útivistarbær. Það tekur örfáar mínútur að fara upp í Hlíðarfjall eitt besta skíðasvæði landsins, úr miðbænum. Eða inn í Kjarnaskóg, útivistarparadís ofan við flugvöllinn, og á veturnar er þar eitt besta gönguskíðasvæði landsins. Á Akureyri er fjöldi góðra safna og menningarhúsa eins og Hof í hjarta bæjarins. Frá Akureyri er stutt í Goðafoss, Dettifoss, Mývatn eða norður á Siglufjörð og Húsavík. Örlítið lengra, dagsferð norður á Rauðanúp eða Grjótnes á Melrakkasléttunni eða austur í Ásbyrgi í Öxarfirði. Icelandic Times / Land & Saga tók hús á Akureyri og nágrenni. Myndaði vetrar stemminguna sem er svo mögnuð, og fann líka jólin í miðjum febrúar. 

Tveir jólasveinar, Kertasníkir og Skyrgámur
Grýlukerti á Nonnahúsi
Nonnahús, nú safn byggt 1849, eitt af elstu húsum Akureyrar. Jón Sveinsson rithöfundur (Nonni 1857-1944) bjó í húsinu sem barn.
Smábátahöfnin í Sandgerðisbót, ein af fallegustu smábátahöfnum landsins
Andapollurinn austan við sundlaugina
Lært að skíða
Jólagarðurinn opnaði fyrir 28 árum síðan, rétt sunnan við Akureyri, opinn allt árið, enda eru margir sem hlakka til jólanna frá áramótum
Hlíðarfjall, eitt besta skíðasvæði landsins
Grýlukerti á Nonnahúsi
Hafnarstræti 90, byggt árið 1898 sem höfuðstöðvar KEA, nú veitingahús og bar
Lært að skíða
Akureyri 16/02/2024 – A7R IV, A7C : FE 1.2/50mm GM, FE 1.4/24mm, FE 1.8/135mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson