Þórhildur Tinna Sigurðardóttir er sýningarstjóri sýningarinnar Óþekkt alúð. Á haustsýningu Hafnarborgar teflir hún fram fjórtán listakonum, á sýningu sem sprettur út frá þörfinni að finna töfra, galdra á tímum það sem allt virðist þurfa að vera skilgreinalegt, jafnvel leiðinlegt, og án gleði. Þetta er sýning um alúð, sem er auðvitað bara væntumþykja og gleði, litagleði sem kemur svo sterkt fram á sýningunni. Þetta er sýning sem fær okkur til hugsa, og nærast í sumarlok, haustbyrjun. Listakonurnar fjórtán sem taka þátt, eru Björg Þorsteinsdóttir (IS), Edda Karólína (IS), Elsa Jónsdóttir (IS), Hildur Hákonardóttir (IS), Juliana Irene Smith (US/FI), Kate McMillan (UK), Kata Jóhanness (IS), Kristín Morthens (IS), Ra Tack (BE), Patty Spyrakos (US), Sigríður Björnsdóttir (IS), Suzanne Treister (UK), Tabita Rezaire (FR) Tinna Guðmundsdóttir (IS). Hulda Hákonardóttir er elst listamannanna fædd árið 1938, Kata Jóhanness er yngst, þrítug, fædd 1994, tæplega sextíu árum yngri.
Hafnarfjörður 30/08/2024 : A7CR – FE 2.5/40mm G, FE 1.8/20mm G
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson