Sævarlandsstapi og Landsendi, Drangey rís upp úr þokunni

Annesið Skagi #1

Skagi er annes milli Húnaflóa og Skagafjarðar. Hringleiðin um þetta fáfarna nes, vegur 745, er tæplega 100 km langur malarvegur. Þrátt fyrir mikla náttúrufegurð og einstakt fuglalíf eru fáir sem leggja leið sína á þennan fallega Skaga. Þegar Icelandic Times / Land & Saga átti leið um í vikunni til að gefa lesendum sínum brot af fegurðinni, áttu fimm bílar leið um nesið á þeim tíu klukkustundum sem við vorum á skaganum. Þar af tveir bílaleigubílar og það um hásumar, þegar ferðamannastraumurinn er hve mestur á besta tíma ársins. 

Hraun á Skaga, næst nyrsti og austasti bærinn, veðurathuganarstöð.
Selnes, heyskapi lokið
Klettar austur af Gauksstöðum
Sævarlandsvík
Það er bæði hrjóstrugt og fallegt á Skaga, fjöllin á Tröllaskaga í austri
Norður-Íshafið í hánorður, bærin Ásbúðir, nyrsti bærinn á skaganum
Hvaðan kom þessi…. loftsteinn?

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Skagi 22/08/2023 : A7R IV, A7R III, A7C : FE 2.8/100mm GM, FE 1.2/50mm GM, FE 1.8/20mm G

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0