Árið í ár

Gott ár… já. Á margan hátt hefur þetta ár verið gott fyrir þessar 375 þúsundir sálir sem búa á Íslandi. Veðurfarið var bærilegt, nema þessi mikli kulda kafli sem endar árið. Það var sæmilega hlýtt, nokkuð úrkomusamt, en best var þó að Covid hömlum var að mestu leyti hætt á fyrsta ársfjórðungi, sem þýddi að við íslendingar gátu um frjálst höfuð strokið, og ferðaþjónustan tók vel við sér. Næst besta ár frá upphafi. Þegar maður lítur yfir árið, hvert maður fór, hvar myndaði maður, koma margir einstakir staðir upp í hugann. erfitt að velja, hér koma fjórir staðir sem stóðu uppúr…. á síðasta ári, reyndar ásamt mörgum öðrum, sem lesendur Icelandic Times / Land & Sögu fá ef til vill að sjá, áður en árið er allt.

 

Gosið í ágúst í Fagradalsfjalli. Fallegt, lítið og stóð stutt. Ógleymanlegt.

Bænahúsið, Kirkjan á Núpsstað í Vestur-Skaftafellssýslu undir Lómagnúp, byggð um 1650. Einstök bygging á einstökum stað.

Óveður norður á Skaga 24 febrúar 2022.

 

Miðnætursól norður á Melrakkasléttu. Klukkan hálf tvö um nótt, kyssir sólin bæinn Velli við Viðarvík

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Ísland 2022 : A7R III, A7C, A7R IV : FE 1.2/50mm GM, FE 1.4/35mm GM, FE 200-600 G