Ferðamenn í morgunsárið, milli Öskjuvatns og Vítis, Dyngjufjöll speglast í Öskjuvatni

Askja að rumska?

Ef eldstöðin Askja/Dyngjufjöll sem er á norðanverðu hálendinu, milli Vatnajökuls og Mývatns, byrjar að gjósa, gæti það haft veruleg áhrif. Jafnvel hamfarir. Öskjugosið sem hófst 29. mars 1875 er talið mesta öskugos á Íslandi á sögulegum tíma, og eitt það stærsta á heimsvísu. Gosið varði í bara nokkra klukkutíma, með ógurlegu öskufalli. Fjöldi bæja fór í eyði, og fólk fluttist í umvörpum vestur um haf, til Ameríku árin eftir eldgosið. Í dag myndu flugsamgöngur raskast, og byggð á stórum hluta á norður og austurhelmingi landsins gæti farið í eyði. Það er teikn á lofti að eldstöðin sé komin á tíma. Veðurstofa Íslands, sem vaktar eldfjöllinn eins og veðrið er með Öskju/Dyngjuföll undir sérstöku eftirliti, enda rís land við eldstöðina stöðugt. 

Dyngjufjöll / Askja séð frá Holuhrauni

 

Dyngjufjöll séð frá Holuhrauni

 

Landslagið við Öskju er þakið vikri, Herðubreið í bakgrunni
Drekagil í Dyngjufjöllum

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
19/03/2023 : A7C, A7RIV : FE 2.5/40mm G, FE 2.8/100mm GM

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0