Frá Ítalíu / Þýskalandi að giftast hingað heim

Átján prósent

Samkvæmt tölum sem Þjóðskrá var að birta, bjuggu á Íslandi 396.045 einstalingar. Þar af 72 þúsund erlendir ríkisborgarar, eða 18% þjóðarinnar. Meðalaldur okkar er 38.5 ár. Mónakó er það land með hæsta meðalaldurinn í heiminum 53.1 ár, Japan er í öðru sæti með 47.3 ár  Þýskaland í því þriðja með 47.1 ár. Ísland er á pari við Kína, Bandaríkin og Noreg. Meðalaldur allra jarðarbúa, er 30.9 ár. Þau lönd sem eru með lægstan meðalaldur eru, Níger, Úganda og Angóla, allt Afríkuríki og einu löndin þar sem meðalaldur íbúa er undir sextán árum. Hér eru erlendir ríkisborgarar 18%, meðaltalið í Evrópu er 11.5%, þar sem 58 milljónir íbúa álfunnar búa í öðru landi en sínu heimalandi. Lægst er hlutfallið í Búlgaríu og Moldavíu, nær ekki 0,2%, hæst í Lúxemborg, þar sem 47.2% af íbúafjölda landsins eru fæddir annars staðar, flestir í Portúgal, eða rúmlega 100 þúsund af þeirri hálfri milljón sem býr í landinu. Langflestir erlendir ríkisborgarar sem búa í álfunni, búa í Þýskalandi, eða 16 milljónir, af þeim 84.5 milljónum sem búa í landinu. Það er sama hlutfall og á Íslandi, 18% af íbúafjöldanum.

Það þarf mörg hús að hýsa heila þjóð, hér í Norðurárdal í Skagafirði
Einn af hverjum fimm á Íslandi eru fæddir annarsstaðar

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Skjaldbreið  07/09/2023 : A7R IV : FE 1.4//24mm GM, FE 2.8/100mm GM  FE 1.2/50mm GM

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0