Þann 17 júní hélt Lýðveldið Ísland upp á 80 ára afmæli. Við höfum verið sjálfstæð þjóð, síðan lýst var yfir sjálfstæði árið 1944. Á þeim tíma var bæði Danmörk og Noregur hernumin af Þýskalandi Hitlers. Þannig að það má segja að við höfum verið sjálfstæð þjóð ári lengur en Norðmenn eða Danir í þessari lotu. Svíþjóð hefur alltaf verið sjálfstæð þjóð, frá upphafi búsetu. Finnland fékk sitt sjálfstæði frá Rússum fyrir 107 árum, árið 1917. Danir, eiga elsta þjóðfána í heimi, en Danebrog, núverandi fáni Danmerkur, féll af himnum ofan í bardaganum við Lyndanisse (nú Tallinn) í Eistlandi árið 1219, milli Valdimars II Danakonungs, og heiðingja sem á þeim tíma byggðu Eistland, Danir unnu og hernámu norðurhéruð Eistlands í kjölfarið. Eystrasaltsríkin, Eistland, Lettland og Litháen, fengu fyrst sjálfstæði á árunum 1918 til 1920, og voru sjálfstæð ríki í einungis tuttugu ár, þegar Sovétríkin hernámu þau aftur árið 1940, í byrjun seinni heimsstyrjaldarinnar. Ísland var fyrsta þjóðin sem viðurkenndi sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna árið 1991. Árið 2004 gengu þjóðirnar þrjár í Atlantshafsbandalagið (NATO) og Evrópusambandið. Danmörk, Ísland og Noregur eru stofnaðilar að NATO, sem var stofnað fyrir 75 árum árið 1949, í upphafi kalda stríðsins. Það voru tólf þjóðir sem stofnuðu varnarbandalagið. Finnar gengu í bandalagið í fyrra, og Svíar í ár, sem 32 þjóðin í NATO. Íbúafjöldi í NATO ríkjunum er rétt um milljarður. Hátíðarhöldin á Íslandi hafa breyst mikið á síðustu árum og áratugum. Nú er þetta fyrst og fremst hátíð barnanna, blöðrur, hoppukastalar, með smá dansi og tónleikum. Pólitíkin er að mestu horfin, en Fjallkonan er á sínum stað, á Austurvelli gegnt Alþingishúsinu, við styttu af frelsishetju okkar Íslandendinga, Jóni Sigurðssyni Forseta, en hann var fæddur þennan dag, árið 1811. Aðal hátíðarhöldin í höfuðborginni voru í Hljómskálagarðinum, við Reykjavíkurtjörn. Auðvitað fór Land & Saga, Icelandic Times þangað til að festa fjörið á filmu.
Reykjavík 17/06/2024 : A7C R – FE 2.5/40mm G
|jósmyndir & texti : Páll Stefánsson