… auðvitað Reykjanes

Ef maður kemur til Reykjavíkur / Keflavíkur í stutt stopp, ráðstefnu eða fund og langar að sjá og upplifa Ísland, en hefur mjög lítin tíma aflögu, hvað gerir þá? Fer auðvitað út á Reykjanes. Það er til dæmis örstutt, aðeins 22 km frá Hafnarfirði (Höfuðborgarsvæðinu) og til Krýsuvíkur fram hjá Kleifarvatni, vegur 42. Hann endar síðan á Suðurstrandavegi 42/427, þar sem Grindavík liggur í vestri og Þorlákshöfn í austri. Þarna er hægt að upplifa náttúruna, kyrrð og fegurð, í aðeins nokkurra mínútna akstursfjarlægð frá höfuðborginni. Icelandic Times / Land & Saga brá sér í myndaferð í dag, að Kleifarvatni / Krýsuvík, spáin var ekkert sérstök, en nóvenberbirtan á Íslandi er alltaf einstök. Hér er afraksturinn. 

Skreiðartrönur milli Hafnarfjarðar og Kleifarvatns

Regnbogi undir Undirhlíðum

Við Lambhagatjörn

Vegur 42, yfir Stefánshöfða, við norðanvert Kleifarvatn

 

Horft suður Kleifarvatn

Ferðafólk undir Syðristapa við Kleifarvatn

Sólstafir suður af Krýsuvíkurheiði

Reykjanes 14/11/2022 : A7R IV, A7C : FE 1.8/135mm GM, FE 2.5/40mm G

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson