Það eru 45 km, 45 mín akstur frá Reykjavík, eftir Hringvegi 1, austur til Hveragerðis á Suðurlandi yfir Hellisheiði, og áfram hringinn. Engin hellir er svo vitað sé á Hellisheiði, sem víðast eldbrunninn, vaxinn mosa og lyngi, og næst fjölfarni þjóðvegur landsins, eftir Keflavíkurvegi. Akvegur var fyrst gerður yfir þessa þjóðleið um þar síðustu aldamót, og malbikaður um og uppúr 1970, með endurbótum, sem enn er unnið að, nú frá Fossvöllum að Hólmsá, næst höfuðborginni. Hæst fer vegurinn í 375 hæð, rétt miðja vegu milli Skíðaskálans í Hveradölum og Kambanna, brattri hlíð rétt vestan við Hveragerði. Það var kalt í dag þegar Icelandic Times / Land & Saga átti leið um þessa þjóðbraut, -14°C á hæsta punktu, en fallegt, eins og alltaf.
Hellisheiði16/12/2022 : A7R III, A7C,: FE 1.2/50mm GM, FE 2.8/100mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson