Austurstræti í dag

Austurstræti, ys og læti

Austurstræti er þriðja gatan sem byggist í Reykjavík á eftir Hafnarstræti og Aðalstræti. Fyrsta húsið við götuna var reist árið 1800. Ári síðar reis fyrsta íbúðarhúsið við götuna, við Austurstræti 22, það hús brann árið 2007. Elsta húsið sem stendur enn við Austurstræti er Hressó (Hressingarskálinn) en elsti hluti hússins er frá árinu 1805. Í upphafi var gatan kölluð Tværgaden, síðan Langefortov, upp á dönsku, það var ekki fyrr en 1848 sem götunni er formlega gefið nafn, Austurstræti, en hún gengur jú í austur frá Aðalstræti, sem var þá aðalgata Reykjavíkur. Fljótlega eftir nafngiftina, verður gatan helsta verslunargata Reykjavíkur, og jafnframt heimili broddborgara bæjarins. Sem leiddi til þess að meiri áhersla, var lögð á samgöngubætur á götunni, en á öðrum götum og stígum Reykjavíkur. Árið 1912 var Austurstræti malbikað, fyrst gatna á Íslandi. Árið 1915 kom upp stærsti eldsvoði á Íslandi, þegar tíu hús brunnu við götuna, þar á meðal stórhýsið við Austurstræti 12, þar sem Hótel Reykjavík var til húsa. En þar eldurinn kom eldurinn upp. Hluti Austurstrætis, frá Lækjartorgi að Pósthússtræti er lokaður fyrir bílaumferð, og hefur verið í hálfa öld, eða síðan 1973. Þessi hluti Austurstrætis er fyrsta, og jafnframt elsta göngugatan í höfuðborginni. Það er ekki lengra síðan, en um síðustu aldamót að þrír af stærstu bönkum landsins voru með höfuðstöðvar sínar við Austurstræti, Útvegsbankinn, Búnaðarbankinn og Landsbankinn. Sá síðasti er nú að kveðja götuna,  flytja í nýtt húsnæði eftir að hafa verið með höfuðstöðvar sínar í 99 ár á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis. Breyttir tímar…. já.

Kort af Reykjavík 1801, Austurstræti með tveimur húsum, Hafnarstræti og Aðalstræti, fullbyggð
Horft eftir endilöngu Austurstræti í austur frá Bankastræti
Hressingarskálinn, elsta húsið við Austurstræti byggt 1805
Happy Hour
Gatnamót Austurstrætis og Pósthússtrætis, Reykjavíkur Apótek, byggt 1917, eftir brunan mikla

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Reykjavík 30/09/2023 : A7R IV, RX1R II, A7C : 2.0/35mm Z, FE 1.8/20mm G, FE 1.4/85mm GM