Bær í borg

Bær í borg

Reykjavík er skemmtileg borg, skrýtin já, ung já, með byggingum sem eru svo fjölbreyttar, öðruvísi en binda samt borgina saman og mynda sérstæða heild. Höfuðborg Íslands, Reykjavík. Ljósmyndari Icelandic Times / Land og Saga, fór í bæinn sem ferðamaður, myndaði og upplifði. Í Bankastræti innan um fjölda manns hitti hann íslenskan myndasmið búsettan í Kaliforníu, sem hafði ekki komið heim í á fimmta ár. Dáðist sá að breytingunum, þekkti varla borgina aftur. Fannst hún hafa tekið miklum stakkaskiptum á jákvæðan hátt. Spjallandi í Bankastrætinu, spurði hann. ,,Erum við ekki einu Íslendingarnir í bænum. Þarf ekki að setja þak á ferðamenn „?  Ekki viss, en veit að tveir af hverjum þremur íbúum lýðveldisins búa á höfuðborgarsvæðinu. En engin þeirra var sjánlegur. Árið 1900 bjuggu 5.802 í Reykjavík, fyrir hundrað árum voru þeir 19.194, fyrir fimmtíu árum voru íbúar á höfuðborgarsvæðinu 113.764, nú 232.580. Og ferðamennirnir hingað komnir í ár, komnir á aðra milljón. Hér eru svipmyndir frá höfuðborginni í dag. Welcome to Reykjavík.

Nýja Hafnartorg við höfnina
Pósturinn á Óðinsgötu
Í Grjótaþorpi í Hvosinni
Við Tjarnargötu
Nýja hótelið við Austurvöll, með tónleikahúsinu NASA til hægri, hluti af þessu nýja Icelandair hóteli

Reykjavík: 04/07/2022 : RX1R II : 2.0/35mm Z

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson