Undir Eyjafjallajökli að vestan er Seljalandsfoss, 65 m / 213 ft hár foss sem fellur fram af fornum sjávarhömrum. Hann er einn fallegasti foss landsins og stendur ekki langt frá Hringvegi 1, 125 km / 78 mi austur af Reykjavík, milli Hvolsvallar og Víkur í Mýrdal. Það sem gerir fossinn svo sérstakan, að það er hægt að ganga bak við hann, virða hann fyrir sér frá öllum sjónarhornum. Umhverfið í kringum fossinn er mjög fagurt með grænum gróðuvöxnum brekkum upp að hamrabeltinu. Á aurunum fyrir neðan við fossinn rennur síðan Seljalandsá í jökulbrúnt úfið Markarfljót, og þaðan niður í Landeyjarsand út í sjó. Þaðan er örstutt yfir í Vestmannaeyjar, sem blasa við fyrir neðan Seljalandsfoss.
Rangárvallasýsla 28/07/2021 17:49 135mm
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson