Barðastrandasýslur í bongóblíðu

Barðastandasýslur í bongóblíðu

Þær eru fáfarnar Barðastrandarsýslurnar tvær, sem teygja sig frá Gilsfirði að Látrabjargi, vestasta hluta Íslands, og norður í Arnarfjörð. Það hefur líka eitthvað að segja að þarna á sunnanverðum Vestfjörðum er vegakerfið, líklegast það versta í lýðveldinu. Langir kaflar af malarvegum, bæði í Gufudalssveit, vestan Þorskafjarðar, og síðan Dynjandisheiðin, sem tengir sunnanverða firðina við byggðirnar í norðurhlutanum. En það er bjartara framundan, verið er loksins að byggja góðan veg í gegnum Teigsskóg, sem styttir heilmikið leiðina vestur á Patreksfjörð og Bíldudal. Auk þess er byrjað á vegabótum á Dynjandisheiðinni. En þrátt fyrir vonda vegi, eru sunnanverðir Vestfirðir eitt áhugaverðasta svæði landsins til að njóta, bæði á tveimur jafnfljótum, hestum, hjólhestum eða bifreiðum.

Á Ódrjúgshálsi
Flatey á Breiðafirði séð frá Litlanesi
Ströndin í Kollafirði
Í Gufufirði
Sólsetur í Vatnsfirði
Frá Arnarfirði
Horft út Djúpafjörð

Barðastrandarsýsla 28/10/2022 : AR III, A7R IV – FE 1.8/135mm GM, FE 1.2/50mm GM

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson