Ljósmyndun er svo skemmtileg. Hún er allt… allt og ekkert. Á sýningunni Stara, á Gerðarsafni í Kópavogi má segja að myndirnar fari í hring, þú horfir, þær horfa til baka, jafnvel stara til baka. Þótt ljósmyndamiðilinn sé miðillinn, þá er erftitt að gefa eða gera allt í ljósmynd, hvað þá þjáningu hamingju eða greddu. Þetta persónuleg sýning, sýn þar sem ofur mjúkt verður hart, þar sem leiðinlegt verður gaman. Þar sem undarlegir töfrar tala í þögn. Sýningarstjórn var í höndum Brynju Sveinsdóttur og Hallgerðar Hallgrímsdóttur. Listamennirnir sem taka þátt í þessari samsýningu, sem átti fyrst að fjalla um pönk, en varð svo að einhverju stærra og skemmtilegra eru Sadie Cook, Michael Richardt,Kristinn G. Harðarson, Jói Kjartans, JH Engström, Jenny Rova, Dýrfinna Benita Basalan, og Adele Hyry.






Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson