Á Álftanesi, milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur eru Bessastaðir, heimili forseta Íslands frá lýðveldisstofnun. Á Bessastöðum sátu embættismenn Danakonungs, Landshöfðingjar Íslands í um fimm hundruð ár. Enda hafa Bessastaðir verið aðsetur embættismanna og höfðingja á Íslandi í hartnær þúsund ár og kirkjustaðir síðan árið þúsund, þegar við tókum kristni. Bessastaðakirkja, kirkjan sem prýðir staðin var byggð á fimmtíu árum, en bygging kirkjunnar hófst árið 1773, og var henni lokið hálfri öld síðar árið 1823. Danakonungur lagði skatt á allar kirkjur landsins til að fjármagna bygginguna. Rúmri öld síðar er kirkjan komin af fótum fram, og Húsameistari ríkisins Guðjón Samúelsson er fengin til þess að koma kirkjunni stand, þegar við fáum loksins sjálfstæði frá Danmörku. Hann fær hann listamenninnina, Finn Jónsson og Guðmund Einarsson (frá Miðdal) að gera gluggamálverk í kirkjuna. Þeir leituðu ekki í Biblíuna eftir fyrirmyndum, þeir fóru heim, sóttu fyrirmyndir í sögu og örlög okkar.
Álftanes 23/08/2024 : A7C R, RX1R II, A7R IV – 2.0/35mm Z, FE 1.8/20mm G,FE 1.8/135mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson