Bjartara framundan

Bjartara framundan

Greiningaraðilar reikna með milli 1,2 og 1,4 milljónir ferðamanna heimsæki Ísland á þessu ári. Það yrði um tvöföldum á ferðamönnum miðað við síðasta ár, og á pari við árið 2015, þegar hingað komu 1,3 milljónir ferðamanna. Flestir voru þeir árið 2018, þegar 2,3 milljónir ferðamanna sóttu Ísland heim. Síðustu ár hefur orðið mikil fjölgun á komu ferðamanna, en árið 2010 komu hingað 488 þúsund ferðamenn. Árið 2000 voru þeir 303 þúsund, tíu árum fyrr, árið 1990 voru þeir 142 þúsund, og 66 þúsund árið 1980. Árið 1970 komu hingað 53 þúsund erlendir ferðamenn, en þeir voru bara 1280, árið 1960, samkvæmt tölum Ferðamálastofu. 

Hvalaskoðunarbátar bíða í Reykjavíkurhöfn eftir að leggja í hann.
Það er líflegt við Reykjavíkurhöfn, þar sem fjöldi veitingahúsa og ferðaþjónustufyrirtækja taka á móti ferða- og heimamönnum, í afþreyingu og mat

Reykjavík 31/01/2022  09:33 & 09:59 – A7R III : FE 1.4/85mm GM

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson