Það eru mjög skiptar skoðanir um Alaskalúpínuna á Íslandi sem þekur um 315 ferkílómetra, eða 0,3% af Íslandi. Alaskalúpína sem fyrst og fremst er notuð til landgræðslu, og litar landið blátt á þessum árstíma, en sumum finnst plantan bæði ágeng og óíslensk í náttúrunni. Alaskalúpínan kemur hingað árið 1945, en Hákon Bjarnason þáverandi skógræktarstjóri safnaði fræjum við Collage-fjörð á vesturströnd Alaska og flutti til Íslands. Var lúpínan prófuð á ólíkum svæðum, við ólík skilyrði um allt land, sem gáfu góða raun. Síðan hefur lúpína verið ein af aðaltegundum Landgræðslunnar
Mosfellsbær 09/06/2022 12:17 Hallormsstaður 06/07/2021 Hjörleifshöfði 27/06/2020 : A7R IV – RX1R II : FE 1.8/14mm GM – FE 1.8/20mm G – 2.0/35mm Z
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson