Blóm gleðja 

Heildarframleiðsluvirði íslensk landbúnaðar á síðasta ári voru rúmlega 80 milljarðar, þar af er hluti nytjaplönturæktar um 24 milljarðar, eða um 30%, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Íslenskir blómabændur rækta í sínum gróðurhúsum, meginþorra þeirra blóma sem eru seld hér á landi. Flest eru gróðurhúsin á suðurlandi, frá Hveragerði og upp í Biskupstungur, og í Mosfellsdalnum rétt norðan við Reykjavík. Fyrsta gróðurhúsið fyrir blómarækt var reist í Laugardalnum í Reykjavík árið 1924. Velta blómabænda á síðasta ári voru rúmir 3.6 milljarðar, sem er svipuð velta og hjá kartöflubændum. Icelandic Times / Land & Saga skrapp austur í blómabæinn Hveragerði, en hann hefur verið þekktur í áratugi fyrir sína blómarækt, en hann fékk blómabæjarviðurnefnið strax á fimmta áratug síðustu aldar, þegar fjöldi gróðurhúsa var byggður þar um og eftir 1940.  

Blómaskrúð í Flóru í Hveragerði

Litríkt og fallegt

Einhver sagði að blóm geri kraftaverk

Litadýrð

Ljós og skuggar á blómahafi

Blóm….

Margt hefur breyst á þeim 99 árum síðan fyrsta gróðurhúsið var byggt á Íslandi

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Hveragerði 20/05/2023 : A7R IV, A7C : FE 2.8/100mm GM, FE 1.4/24mm GM