Ljósmynd Magnús Ólafsson, Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Gamall jarðbor (haglabor) í Vatnsmýrinni, Reykjavík 1907. (Svokallaður Gullbor)

Borað eftir jarðhita í Reykjavík

Undir stjórn Rafmagnsveitu Reykjavíkur (stofnuð 1921) var byrjað að bora eftir heitu vatni við Þvottalaugarnar í Laugardal með þýskum haglabor, sem gekk undir nafninu Gullborinn. Borinn hafði upphaflega verið fluttur til landsins til að bora eftir köldu vatni í Vatnsmýrinni, en við þá borun fannst glópagull sem leiddi til tímabundinnar gullleitar á Íslandi. Á næstu tveimur árum voru boraðar 14 holur í Laugardalnum, sem nýttar voru til húshitunar. Þær voru 20-246 m djúpar og gáfu 14 l/s af sjálfrennani 87°C heitu vatni.

Heimild:isor.is og Kristján Sæmundsson 1970: Jarðhiti á Suðurlandsundirlendi og nýting hans. Í: Bjarni Bjarnason (ritstj.). Suðri. Þættir úr framfarasögu Sunnlendinga frá Lómagnúpi til Hellisheiðar. (101-161).

 

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0