Höfuðsafnið í Grófarhúsi í Tryggvagötu

Borgarbókasafnið 100 ára

Það eru eitt hundrað ár nú á apríl síðan Borgarbókasafn Reykjavíkur, ein elsta menningarstofnun höfuðborgarinnar var sett á laggirnar. Þetta hundrað ára safn er ótrúlega lifandi, ekki bara nú, í tilefni hátíðardagskrár í öllum sjö söfnum safnsins. Heldur hve borgarbúar kunna vel að meta þessa menningarstofnun, sem er auðvitað hluti af fræðslu og ein af grunnstoðum í nútímasamfélaginu, þar sem þekking og menning eiga samleið. Á síðasta ári heimsóttu safnið vel yfir hálf milljón gesta, og útlánin voru milli sex og sjö hundruð þúsund, sem er fimmfaldur íbúafjöldi Reykjavíkur. Icelandic Times / Land & Saga leit við aðalsafninu Grófinni, í miðbænum, og óskar auðvitað starfsfólki, já og okkur öllum til hamingju með afmælið. Þetta er bókasafnið okkar.

 

Borgarbókasafnið fyrir tæpum hundrað árum í Ingólfsstræti (ljósmynd : Magnús Ólafsson)
Útsýnið af fimmtu hæðinni
DVD deildin
Barnabókadeildin
Í unglingadeildinni var verið að skila þessari bók, á arabísku
Til hamingju með 100 ára afmælið

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavík 14/04/2023 : A7C, RX1R II : FE 1.8/20mm G, 2.0/35mm Z

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0