CenterHotel Miðgarður – Nýtt glæsilegt hótel í miðborg Reykjavíkur

centerhotels icelandictimes IMG_0484_HDR (6)CenterHotel Miðgarður er glænýtt og einstaklega fallegt fjögurra stjörnu hótel sem staðsett er á Laugavegi 120.  Hótelið opnaði í byrjun júní og er það sjötta í röð hótela í CenterHotels keðjunni.

Á hótelinu eru 43 björt og glæsileg herbergi sem öll hafa stóra glugga og bjóða því gestum upp á einstaklega gott útsýni.  Á hótelinu er einnig morgunverðasalur og skemmtilegur bar.

centerhotels icelandic times IMG_0517 (3)Byggingin hýsti áður banka og er því vítt til veggja og hátt til lofts á móttöku- og barsvæðinu sem skapar þennan fallega en um leið vinalega karakter hótelsins sem arkitektarnir Gláma Kím sóttust eftir við hönnunina.  Stórar plöntur eru einnig áberandi á hótelinu og undirstrika þær enn frekar notalegt andrúmsloft þess.

„Hótelið er kærkomin viðbót við CenterHotels keðjuna og hefur fengið einstaklega góðar móttökur allt frá opnun þess og allt bendir til þess að nóg verður um að vera á hótelinu næstu mánuðina,“ segir Sigríður Helga markaðsstjóri CenterHotels. „Gestirnir okkar hafa verið mjög ánægðir með dvölina og við spennt að aðstoða þá eftir bestu getu  með að gera dvölina í Reykjavík sem skemmtilegasta.“

centerhotels icelandic times room-206-IMG_0222_HDR (4)„Framundan hjá okkur eru spennandi tímar en á döfinni er að opna veitingastað á hótelinu sem við vonum að íbúar miðborgarinnar sem og aðrir njóti þess að koma og borða á.  Við erum spennt að fá sem flesta að borðinu með hugmyndir um það hvernig veitingastað efri hluta miðborgarinnar vantar og stefnum við því á að setja fram hugmyndakeppni þegar fram líða stundir.  Hugmyndakeppnina munum við auglýsa á heimasíðu CenterHotels sem og á Facebook síðu CenterHotel Miðgarðs og því um að gera að fylgjast með og taka þátt,“ Sigríður Helga.

Nánari upplýsingar um CenterHotel Miðgarð er að finna á www.centerhotels.com á www.facebook.com/centerhotels eða í síma 595 8560

CenterHotels er fjölskyldurekin hótelkeðja til 20 ára sem rekur 6 hótel og tvo veitingastaði í miðborg Reykjavíkur.